Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:49 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa vilja koma af stað kjarnorkuslysi. GETTY/Presidency of Ukraine Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00
Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent