Amanda Staveley hjá Newcastle: Ósanngjarnt að Roman verði að selja Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 15:30 Roman Abramovich sést hér fylgjast með Chelsea spila í eigandasvítunni á Stamford Bridge. Fljótlega fær einhver annar lyklavöldin. AP/Matt Dunham Innrás Rússa í Úkraínu mun breyta landslagi ensku úrvalsdeildarinnar til framtíðar því einn farsælasti eigandinn í deildinni hefur verið þvingaður til að selja félagið sitt. Þar erum við auðvitað að tala um Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley. Enski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Sjá meira
Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley.
Enski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Sjá meira