Heiðarleiki eða stéttarsvik? Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 4. mars 2022 11:01 Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun