Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Vestri 90-74| Sigur í endurkomu Sverris Andri Már Eggertsson skrifar 4. mars 2022 22:50 Vísir/Bára Dröfn Grindavík vann Vestra í endurkomu Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfara Grindavíkur. Eftir hikandi byrjun duttu heimamenn í gang í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Grindavík vann á endanum sextán stiga sigur 90-74. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, stýrði sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í kvöld. Það mátti sjá smá skjálfta í leikmönnum Grindavíkur til að byrja með enda eflaust einhverjir farnir að fá fráhvörf frá jarðskjálftunum sem herjuðu á bæinn hér um árið. Vestri tók frumkvæði leiksins og var fimm stigum yfir þegar tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir frá Ísafirði tóku fimm sóknarfráköst í 1. leikhluta á meðan heimamenn tóku ekki eitt sóknarfrákast. Grindavík endaði fyrsta leikhluta á ágætis siglingu og minnkaði forskot Vestra niður í eitt stig 22-23. Grindavík sýndi sitt rétta andlit í öðrum leikhluta og voru heimamenn yfir á öllum sviðum. Grindavík fór að stíga gestina út og fékk ekki á sig eitt einasta sóknarfrákast í öðrum leikhluta. Vörn heimamanna small og tókst Vestra aðeins að gera ellefu stig á tíu mínútum. Grindavík var sjö stigum yfir í hálfleik 41-34. Sóknarleikur Grindavíkur var afar vel smurður í þriðja leikhluta og réðu gestirnir frá Ísafirði ekkert við orkumikla heimamenn sem gerðu þrjátíu stig á tíu mínútum. Undir lok þriðja leikhluta voru gestirnir frá Ísafirði orðnir verulega pirraðir á slæmri spilamennsku eða allavega Ken-Jah Bosley sem þrumaði niður auglýsingaskilti þegar hann var tekinn út af. Þegar þriðja leikhluta lauk voru heimamenn átján stigu yfir 71-53 og útlitið ansi svart fyrir Vestra. Vestri gafst þó ekki upp heldur kom til baka í fjórða leikhluta og saxaði forskot Grindavíkur niður í sex stig. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tók leikhlé eftir átta stig í röð frá Vestra og ræddi við sína menn. Eftir leikhlé Sverris tók Ólafur Ólafsson leikinn í sínar hendur þar sem hann setti niður þrist og slökkti á öllum vonum Vestra. Grindavík vann á endanum sextán stiga sigur 90-74. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingum líður vel á heimavelli. Á tímabilinu hefur liðið aðeins tapað einum leik af níu í HS-Orku höllinni. Varnarleikur Grindavíkur var ekki merkilegur til að byrja með en síðan small vörnin og tókst Vestra aðeins að gera 51 stig á síðustu þrjátíu mínútum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Elbert Clark Matthews dró vagninn í fyrri hálfleik hjá heimamönnum og endaði hann sem stigahæsti maður vallarins með 28 stig. Ivan Aurrecoechea endaði með tvöfalda tvennu. Ivan gerði 12 stig og tók 10 fráköst. Nemanja Knezevic, fyrirliði Vestra, var lang frákastahæstur á vellinum en hann tók 18 fráköst og gerði einni 12 stig. Hvað gekk illa? Vestri átti afar lélegan dag á vítalínunni. Gestirnir hittu aðeins úr átta af fimmtán vítaskotum sem er 53 prósent nýting. Það var ekki mikið flæði á boltanum hjá Vestra og gaf liðið aðeins tólf stoðsendingar í öllum leiknum sem er einni stoðsendingu meira en Naor Sharabani, leikmaður Grindavíkur. Hvað gerist næst? Grindavík fer í Mathús Garðabæjar-höllina og mætir Stjörnunni næsta fimmtudag klukkan 18:15. Á mánudaginn fer Vestri norður og mætir Þór Akureyri í frestuðum leik klukkan 19:00. Pétur: Grindavík spilar fast á heimavelli Pétur Már var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, var svekktur með tap gegn Grindavík. „Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik mér fannst vörnin okkar góð en síðan brotnuðum við í þriðja leikhluta. Það er erfitt að koma hingað, Grindavík spilar fast og við vorum ekki klárir í þann slag,“ sagði Pétur sem var ánægður með að Vestri minnkaði forskot Grindavíkur niður í sex stig. Pétur var svekktur með hvernig hans menn náðu ekki að fylgja eftir góðum fyrsta leikhluta. „Við eigum það til að byrja illa í seinni hálfleik og það varð okkur að falli í kvöld líkt og oft áður. Það voru smáatriðin sem við klikkuðum á í þriðja leikhluta.“ Pétri fannst hans lið eiga í erfiðleikum með Grindavík undir körfunni í seinni hálfleik. „Grindavík var að taka fullt af sóknarfráköstum sem gaf þeim alltaf nokkur tækifæri í sömu sókninni. Þeir refsuðu okkur trekk í trekk og við lentum í holu,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Vestri
Grindavík vann Vestra í endurkomu Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfara Grindavíkur. Eftir hikandi byrjun duttu heimamenn í gang í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Grindavík vann á endanum sextán stiga sigur 90-74. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, stýrði sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í kvöld. Það mátti sjá smá skjálfta í leikmönnum Grindavíkur til að byrja með enda eflaust einhverjir farnir að fá fráhvörf frá jarðskjálftunum sem herjuðu á bæinn hér um árið. Vestri tók frumkvæði leiksins og var fimm stigum yfir þegar tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir frá Ísafirði tóku fimm sóknarfráköst í 1. leikhluta á meðan heimamenn tóku ekki eitt sóknarfrákast. Grindavík endaði fyrsta leikhluta á ágætis siglingu og minnkaði forskot Vestra niður í eitt stig 22-23. Grindavík sýndi sitt rétta andlit í öðrum leikhluta og voru heimamenn yfir á öllum sviðum. Grindavík fór að stíga gestina út og fékk ekki á sig eitt einasta sóknarfrákast í öðrum leikhluta. Vörn heimamanna small og tókst Vestra aðeins að gera ellefu stig á tíu mínútum. Grindavík var sjö stigum yfir í hálfleik 41-34. Sóknarleikur Grindavíkur var afar vel smurður í þriðja leikhluta og réðu gestirnir frá Ísafirði ekkert við orkumikla heimamenn sem gerðu þrjátíu stig á tíu mínútum. Undir lok þriðja leikhluta voru gestirnir frá Ísafirði orðnir verulega pirraðir á slæmri spilamennsku eða allavega Ken-Jah Bosley sem þrumaði niður auglýsingaskilti þegar hann var tekinn út af. Þegar þriðja leikhluta lauk voru heimamenn átján stigu yfir 71-53 og útlitið ansi svart fyrir Vestra. Vestri gafst þó ekki upp heldur kom til baka í fjórða leikhluta og saxaði forskot Grindavíkur niður í sex stig. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tók leikhlé eftir átta stig í röð frá Vestra og ræddi við sína menn. Eftir leikhlé Sverris tók Ólafur Ólafsson leikinn í sínar hendur þar sem hann setti niður þrist og slökkti á öllum vonum Vestra. Grindavík vann á endanum sextán stiga sigur 90-74. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingum líður vel á heimavelli. Á tímabilinu hefur liðið aðeins tapað einum leik af níu í HS-Orku höllinni. Varnarleikur Grindavíkur var ekki merkilegur til að byrja með en síðan small vörnin og tókst Vestra aðeins að gera 51 stig á síðustu þrjátíu mínútum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Elbert Clark Matthews dró vagninn í fyrri hálfleik hjá heimamönnum og endaði hann sem stigahæsti maður vallarins með 28 stig. Ivan Aurrecoechea endaði með tvöfalda tvennu. Ivan gerði 12 stig og tók 10 fráköst. Nemanja Knezevic, fyrirliði Vestra, var lang frákastahæstur á vellinum en hann tók 18 fráköst og gerði einni 12 stig. Hvað gekk illa? Vestri átti afar lélegan dag á vítalínunni. Gestirnir hittu aðeins úr átta af fimmtán vítaskotum sem er 53 prósent nýting. Það var ekki mikið flæði á boltanum hjá Vestra og gaf liðið aðeins tólf stoðsendingar í öllum leiknum sem er einni stoðsendingu meira en Naor Sharabani, leikmaður Grindavíkur. Hvað gerist næst? Grindavík fer í Mathús Garðabæjar-höllina og mætir Stjörnunni næsta fimmtudag klukkan 18:15. Á mánudaginn fer Vestri norður og mætir Þór Akureyri í frestuðum leik klukkan 19:00. Pétur: Grindavík spilar fast á heimavelli Pétur Már var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, var svekktur með tap gegn Grindavík. „Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik mér fannst vörnin okkar góð en síðan brotnuðum við í þriðja leikhluta. Það er erfitt að koma hingað, Grindavík spilar fast og við vorum ekki klárir í þann slag,“ sagði Pétur sem var ánægður með að Vestri minnkaði forskot Grindavíkur niður í sex stig. Pétur var svekktur með hvernig hans menn náðu ekki að fylgja eftir góðum fyrsta leikhluta. „Við eigum það til að byrja illa í seinni hálfleik og það varð okkur að falli í kvöld líkt og oft áður. Það voru smáatriðin sem við klikkuðum á í þriðja leikhluta.“ Pétri fannst hans lið eiga í erfiðleikum með Grindavík undir körfunni í seinni hálfleik. „Grindavík var að taka fullt af sóknarfráköstum sem gaf þeim alltaf nokkur tækifæri í sömu sókninni. Þeir refsuðu okkur trekk í trekk og við lentum í holu,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti