Eldur kviknaði í húsi við hliðina á kjarnakljúfunum sex í nótt eftir að Rússar gerðu þar árás. Þeir segja þó sjálfir að eldurinn hafi kviknað eftir árásir Úkraínumanna.
Tveir öryggisverðir særðust í árásinni þegar eldflaugin lenti á byggingunni. Hörð átak hafa verið í kring um kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, undanfarna daga. Starfsmenn kjarnorkuversins eru enn á staðnum og vinna að öryggismálum þar og við að halda öllu gangandi þrátt fyrir að Rússar hafi náð þar yfirráðum.
„Öryggiskerfið í kjarnakljúfunum sex skemmdist ekki í árásinni og engin geislavirk efni hafa lekið út í umhverfið. Geislavirkniseftirlitskerfi á staðnum virka enn vel,“ segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.