Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2022 10:01 Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant sem hefur meðal annars gegnt lykilhlutverki í dreifingu Pfizer bóluefnisins gegn Covid-19. Andrea er líka formaður Ungra athafnakvenna, UAK. Andrea er ein þeirra sem reynir að liggja eins lengi undir sænginni á morgnana og hún kemst upp með enda segir hún A-týpurnar hafa hannað heiminn. Andrea hefur þó trú á að einn daginn nái B-týpurnar yfirráðum. Vísir/Vilhelm Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). Hún segir A-týpurnar hafa hannað heiminn og þess vegna reynir hún að liggja eins lengi undir sænginni á morgnana og hún kemst upp með. En Andrea trúir því að einn daginn nái B-fólkið eins og hún yfirráðum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Svefn skiptir mig miklu máli og því finnst mér mikilvægt að byrja daginn á mínum forsendum. Þess vegna reyni ég að vera eins lengi undir sæng og ég kemst upp með. Það að þvinga sig á fætur, gegn innri líkamsklukku, kemur niður á getu dagsins og vellíðan. Við búum þó víst öll í heimi sem A-týpurnar hönnuðu sér í hag en ég hef þó fulla trú á því að einn daginn mun B-hópurinn ná yfirráðum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar sængin er hætt að eiga hug minn allan þá fangar síminn oft athyglina. Mér finnst gott að vera vel upplýst og fylgist því vandlega með helstu fréttum. Síminn er einnig mitt aðal skipulagningartól og fer ég þannig yfir helstu verkefni dagsins áður en lengra er haldið. Bæði upplýst og undirbúin finnst mér best að koma mér beint að verki með því að opna tölvuna eða mæta á skrifstofuna. Þá tek ég loks fyrsta Collab dagsins. Að eiga stund með sjálfri mér finnst mér betra síðla dags en árla morguns, þegar ég veit að dagurinn hefur borið árangur.“ Nefndu eitthvað skemmtilegt sem þú hefur gert og kallar enn fram fiðring í magan af upprifjuninni einni saman? „Ég fór eitt sinn með pabba mínum í fallhlífarstökk í Dubai. Við fjölskyldan vorum að halda upp á merkisafmæli hans og ákváðum við feðginin að gera eitthvað ógleymanlegt. Það að vera í frjálsu falli er magnað og tilfinning sem að er engu öðru lík.“ Það er í nægu að snúast hjá Andreu í starfi og einkalífi en mikill hluti frítíma hennar fer í alls kyns verkefni tengt félagið Ungra athafnakvenna (UAK), sem einmitt heldur ráðstefnu í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Forysta framtíðarinnar. Andrea segir að þar verði því velt upp, hvernig forystu framtíðin þarf og hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í dag starfa ég sem Data Engineer hjá hátæknifyrirtækinu Controlant en fyrirtæki hefur meðal annars verið í lykilhlutverki í dreifingu á bólefni Pfizer gegn Covid-19. Það er mjög gefandi, lærdómsríkt og spennandi að vinna í svo krafmiklu nýsköpunarumhverfi sem Controlant hefur skapað. Samhliða vinnu og einkalífi gegni ég svo formennsku í félagi Ungra athafnakvenna sem einmitt nú í dag stendur fyrir sérstakri ráðstefnu tileiknaðri ungum konum í íslensku atvinnulífi. Ráðstefnan ber heitið Forysta framtíðarinnar þar sem við munum til að mynda velta upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda og hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér. Félagið er mér afar kært og hef ég tekið þátt í starfi þess í nokkur ár. Frítími minn undanfarið hefur því að mestu farið í undirbúning og skipulagninu á ráðstefnunni sem mikil eftirvænting er fyrir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég á það því miður til að vera með marga bolta á lofti í einu og tek oftast við öllu sem kastað er til mín. Mér finnst þá best að nota forritið Trello til þess að skipuleggja mig. Það hefur hjálpað mér að setja öll mín verkefni upp í aðgengilega og þægilega to-do lista sem ég get unnið með. Þar er allt frá mínum stóru málum niður í þau smærri, svo sem að hringja í vini og fjölskyldu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þar sem mér gefst sjaldnast tími í morgunstund kann ég mjög vel við að hafa það náðugt á kvöldin. Hugsanlega aðeins of náðugt eða of lengi. Klukkan er oftast hættulega nálægt miðnætti ef ekki gott betur. Einhver gæti bent á að hér væri um vítahring að ræða en þetta virðist ganga ágætlega upp.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 „Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hún segir A-týpurnar hafa hannað heiminn og þess vegna reynir hún að liggja eins lengi undir sænginni á morgnana og hún kemst upp með. En Andrea trúir því að einn daginn nái B-fólkið eins og hún yfirráðum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Svefn skiptir mig miklu máli og því finnst mér mikilvægt að byrja daginn á mínum forsendum. Þess vegna reyni ég að vera eins lengi undir sæng og ég kemst upp með. Það að þvinga sig á fætur, gegn innri líkamsklukku, kemur niður á getu dagsins og vellíðan. Við búum þó víst öll í heimi sem A-týpurnar hönnuðu sér í hag en ég hef þó fulla trú á því að einn daginn mun B-hópurinn ná yfirráðum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar sængin er hætt að eiga hug minn allan þá fangar síminn oft athyglina. Mér finnst gott að vera vel upplýst og fylgist því vandlega með helstu fréttum. Síminn er einnig mitt aðal skipulagningartól og fer ég þannig yfir helstu verkefni dagsins áður en lengra er haldið. Bæði upplýst og undirbúin finnst mér best að koma mér beint að verki með því að opna tölvuna eða mæta á skrifstofuna. Þá tek ég loks fyrsta Collab dagsins. Að eiga stund með sjálfri mér finnst mér betra síðla dags en árla morguns, þegar ég veit að dagurinn hefur borið árangur.“ Nefndu eitthvað skemmtilegt sem þú hefur gert og kallar enn fram fiðring í magan af upprifjuninni einni saman? „Ég fór eitt sinn með pabba mínum í fallhlífarstökk í Dubai. Við fjölskyldan vorum að halda upp á merkisafmæli hans og ákváðum við feðginin að gera eitthvað ógleymanlegt. Það að vera í frjálsu falli er magnað og tilfinning sem að er engu öðru lík.“ Það er í nægu að snúast hjá Andreu í starfi og einkalífi en mikill hluti frítíma hennar fer í alls kyns verkefni tengt félagið Ungra athafnakvenna (UAK), sem einmitt heldur ráðstefnu í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Forysta framtíðarinnar. Andrea segir að þar verði því velt upp, hvernig forystu framtíðin þarf og hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Í dag starfa ég sem Data Engineer hjá hátæknifyrirtækinu Controlant en fyrirtæki hefur meðal annars verið í lykilhlutverki í dreifingu á bólefni Pfizer gegn Covid-19. Það er mjög gefandi, lærdómsríkt og spennandi að vinna í svo krafmiklu nýsköpunarumhverfi sem Controlant hefur skapað. Samhliða vinnu og einkalífi gegni ég svo formennsku í félagi Ungra athafnakvenna sem einmitt nú í dag stendur fyrir sérstakri ráðstefnu tileiknaðri ungum konum í íslensku atvinnulífi. Ráðstefnan ber heitið Forysta framtíðarinnar þar sem við munum til að mynda velta upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda og hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér. Félagið er mér afar kært og hef ég tekið þátt í starfi þess í nokkur ár. Frítími minn undanfarið hefur því að mestu farið í undirbúning og skipulagninu á ráðstefnunni sem mikil eftirvænting er fyrir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég á það því miður til að vera með marga bolta á lofti í einu og tek oftast við öllu sem kastað er til mín. Mér finnst þá best að nota forritið Trello til þess að skipuleggja mig. Það hefur hjálpað mér að setja öll mín verkefni upp í aðgengilega og þægilega to-do lista sem ég get unnið með. Þar er allt frá mínum stóru málum niður í þau smærri, svo sem að hringja í vini og fjölskyldu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þar sem mér gefst sjaldnast tími í morgunstund kann ég mjög vel við að hafa það náðugt á kvöldin. Hugsanlega aðeins of náðugt eða of lengi. Klukkan er oftast hættulega nálægt miðnætti ef ekki gott betur. Einhver gæti bent á að hér væri um vítahring að ræða en þetta virðist ganga ágætlega upp.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 „Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00
„Ég lærði ótrúlega mikið á því að fylgjast með Hillary Clinton vinna“ Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi og athafnakona, hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum í áratugi. Þar rekur hún fyrirtæki þeirra hjóna og byrjar daginn um leið og sólin rís. 19. febrúar 2022 10:01
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
Sue Ellen í Dallas hefði ekki veitt af heimsóknarvini frá Rauða krossinum Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er A plús manneskja sem finnst best ef hún nær að prjóna stutta stund áður en vinna hefst. 12. febrúar 2022 10:00
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00