Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. mars 2022 15:01 Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun