Íslenskir ólígarkar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 5. mars 2022 11:01 Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar