Íslenskir ólígarkar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 5. mars 2022 11:01 Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun