Íslenskir ólígarkar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 5. mars 2022 11:01 Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar frá innrásinni í Úkraínu var mikið talað um ólígarkanna í Rússlandi. Það þurfi að refsa þeim vegna þess hversu mikil áhrif þeir hafi á rússnesk stjórnvöld. Þetta eru einstaklingar sem sölsuðu undir sig eigur almennings eftir hrun Sovétríkjanna. Fengu þær á gífurlegu undirverði. Í gegnum þann auð fóru þeir að spilla ráðafólki og sjá til þess að kerfið sæi um eigin hagsmuni. Í Rússlandi má ekki gagnrýna ólígarka án þess að því fylgi afleiðingar. Blaðamenn eiga í hættu á ofsóknum eða lífláti fyrir að ljóstra upp um hvernig þeir beita sér gegn almenningi. Það er kominn tími til þess að ræða ólígarka á Íslandi og á Vesturlöndum. Í fjölmiðlum Vesturlanda virðist tónninn vera að svona sé þetta bara í Rússlandi. Hér búum við í frjálsum og blómstrandi lýðræðisríkjum. Ólígarkar hér? Aldrei heyrt um þá, virðist tónninn vera. “Við erum með Elon Musk og Jeff Bezos, en þeir eru engir ólígarkar!” En er svo ekki? Þessir menn ásamt ákveðinni klíku auðmanna eru að fá í hendurnar eigur almennings og auk þess styrki fyrir að sjá um þá. Á sama tíma er eignatilfærslan og ójöfnuðurinn orðinn svo mikill að ástandið er verra en rétt fyrir frönsku byltinguna. Þetta mun þar af leiðandi enda eins og í Rússlandi. Munurinn er sá að þar gerðist þetta á einni nóttu eftir fall Sovétríkjanna, á meðan að hér og á hinum Vesturlöndunum hefur þetta verið að gerast hægt og rólega síðustu áratugi. Hvað er búið að vera í gangi á Íslandi síðustu vikur og mánuði? Einn af ólígörkunum svífst einskis til þess að þagga niður í blaðafólki. Svo langt gekk það að um ólöglega aðför var að ræða samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Á Alþingi Íslendinga starfa þar að auki flokkar sem þjónusta þessa ólígarka á kostnað almennings. Vantar ykkur ríkisstyrk? Tjékk. Uppsagnarstyrkir? Tjékk. Hvað með að stimpla inn alla löggjöf sem Samtök Atvinnulífsins biðja um? Já, til þjónustu reiðibúin! Munurinn á okkur og Rússlandi er að hér hafa ólígarkar ekki gengið jafn langt í ofsóknum og þar. En ef við höldum áfram á sömu braut, þ.e. að selja innviði og eigur okkar til fámennrar klíku auðmanna, munu völd þeirra aukast svo mikið að lýðræðið mun ekki eiga séns. Þá verða engir dómstólar eftir til að verja frelsið. Hættum að vera feimin með orðalag og köllum þetta auðfólk það sem það er: Ólígarkar. Þetta vilja Sjálfstæðismenn og þeir flokkar sem sleikja hann upp. Framtíð þar sem ólígarkarnir hafa tangarhald á þjóðinni svo lengi sem þeir gefa hinum auðmjúku þjónum þeirra nokkra brauðmola sem falla af borðinu. Á meðan mun frelsi blaðamanna hverfa og þeir sem þora að gagnrýna fá að kenna á því. Ástandið verður grimmara og grimmara eftir því sem þessu er leyft lengur að viðgangast. Er þetta framtíðin sem þið viljið? Ég vona ekki, því annars verður ekki hægt að gera neinn greinarmun á okkar landi og ólígarkaveldinu Rússlandi. Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun