Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 23:30 Gísli Jónsson er viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkissins. Stöð 2/Bjarni Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira