Innlent

Segja játningu liggja fyrir í Mann­lífs­málinu

Árni Sæberg skrifar
Reynir Traustason segir innbrotsþjófinn fyrst hafa brotist inn í bíl sinn þar sem lykla að skrifstofu Mannlífs var að finna.
Reynir Traustason segir innbrotsþjófinn fyrst hafa brotist inn í bíl sinn þar sem lykla að skrifstofu Mannlífs var að finna. Vísir/Vilhelm

Ritstjórn Mannlífs segir þann sem braust inn á skrifstofu miðilsins og eyddi öllu efni af vef hans hafa sett sig í samband við ritstjóra og játað verknaðinn.

Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag 28. janúar eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins nóttina áður og öllu eytt út af síðunni. Reyni Traustasyni ritstjóra var illa brugðið; honum leið eins og honum hafi verið misþyrmt, stunginn í bakið. 

Í nýrri frétt Mannlífs um málið segir að ritstjórn miðilsins hafi unnið að rannsókn málsins undanfarnar vikur og að lögreglunni hefði ekkert sýnilega miðað í þeim efnum.

„Á sunnudaginn hafði gerandinn samband við ritstjóra Mannlífs, baðst fyrirgefningar, og játaði verknaðinn og bauðst til þess að upplýsa undanbragðalaust um atvikin sem og tengsl sín við tiltekinn auðmann,“ segir í fréttinni.

Þá segir að innbrotsþjófurinn muni stíga fram opinberlega í hlaðvarpinu Mannlífið með Reyni Traustasyni, sem sent verður út á vefnum í kvöld.


Tengdar fréttir

Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu

Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast.

Að­gerðum gegn fjöl­miðlum á Ís­landi fari fjölgandi

Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×