Leiðtogi framtíðarinnar í borginni Jensína Edda Hermannsdóttir skrifar 5. mars 2022 08:31 Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar