Innlent

Mjótt á munum í Garðabæ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Garðabær
Garðabær Vísir/Egill

Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið einn í meirihluta í Garðabæ svo lengi sem elstu menn muna. Það er því líklegt að verið sé að kjósa um næsta bæjarstjóra Garðbæinga í prófkjörinu.

Þegar búið er að telja um helming atkvæða er Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, í efsta sæti með 437 atkvæði í fyrsta sætið. Almar Guðmundsson er í öðru sæti en aðeins munar tíu atkvæðum á Áslaugu Huldu og Almari í baráttunni um fyrsta sætið, Almar er með 427 atkvæði í fyrsta sæti en 629 atkvæði í 1.-2.sæti.

Sigríður Hulda Jónsdóttir er í þriðja sæti en ásamt Áslaugu Huldu og Almari bauð hún sig fram í oddvitasæti listans. Sigríður Hulda er með 405 í fyrsta sætið þannig að afar litlu munar á frambjóðendunum þremur.

Fram kom í máli Hauks Þórs Haukssonar, formanns kjörstjórnar, að búast mætti við næstu tölum eftir um eina og hálfa klukkustund.

Tilkynnt var um niðurröðun í fyrstu átta sæti listans eins og staðan er núna. Sjálftæðisflokkurinn fékk átta bæjarfulltrúa í síðustu kosningum.

1. Áslaug Hulda Jónsdóttirr

2. Almar Guðmundsson 

3. Sigríður Hulda Jónsdóttir

4. Björg Fenger

5. Gunnar Valur Gíslason

6. Margrét Bjarnadóttir

7. Hrannar Bragi Eyjólfsson

8. Stella Stefánsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×