Innlent

Almar leiðir lista Sjálf­stæðis­manna í Garða­bæ

Árni Sæberg skrifar
Almar Guðmundsson leiðir lista Sjálfstæðisflokks í Garðabæ.
Almar Guðmundsson leiðir lista Sjálfstæðisflokks í Garðabæ. Aðsend

Almar Guðmundson vann prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leiðir því lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Almar hlaut 832 atkvæði í fyrsta sæti eða 35,1 prósent. Annar mótframbjóðandi hans Áslaug Hulda Jónsdóttir fylgdi honum fast á hæla með 791 atkvæði eða 33,4 prósent og hreppti annað sæti á lista.

Þegar fyrstu tölur voru lesnar um klukkan 22 í gærkvöldi leiddi Áslaug með tíu atkvæðum.

Þriðji frambjóðandi í fyrsta sæti, Sigríður Hulda Jónsdóttir, hlaut 652 atkvæði í fyrsta sæti eða 27,5 prósent og vermir fjórða sæti listans. Björg Fenger, sem sóttist eftir öðru sæti, er í þriðja sæti.

Líkur eru á því að Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafi valið næsta bæjarstjóra bæjarins í gær en flokkurinn hefur verið í meirihluta bæjarstjórnar lengur en elstu menn muna.

Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, ákvað í lok síðasta árs að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Garðbæ:

  • 1.sæti Almar Guðmundssson með 832 atkvæði í 1. sæti.
  • 2.sæti Áslaug Hulda Jónsdóttir með 1032 atkvæði í 1.-2. sæti.
  • 3.sæti Björg Fenger með 1153 atkvæði 1.-3. sæti
  • 4.sæti Sigríður Hulda Jónsdóttir með 1177 atkvæði í 1.-4. sæti
  • 5.sæti Margrét Bjarnadóttir með 828 atkvæði í 1.-5. sæti
  • 6.sæti Hrannar Bragi Eyjólfsson með 1048 atkvæði í 1.-6. sæti.
  • 7.sæti Gunnar Valur Gíslason með 1111 atkvæði í 1.-7. sæti.
  • 8.sæti Guðfinnur Sigurvinsson með 1193 atkvæði í 1.-8. sæti.

Tengdar fréttir

Mjótt á munum í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×