Hátt í sjötíu manns mættu á aðalfundinn í dag en Álfur Birkir tekur við formannsembættinu af Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem setið hefur sem formaður síðan 2019.
Ný í stjórn voru kjörin þau Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir en fyrir voru þau Agnes Jónasdóttir, Ólafur Alex Kúld og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir í stjórn félagsins.