Hildur leiðir lista Austurlistans í Múlaþingi Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 08:07 Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Kristjana Ditta Sigurðardóttir skipa efstu sæti listans. Aðsend Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, mun leiða lista Austurlistans í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að uppstillingarnefnd Austurlistans hafi í gær lagt fram tillögu að framboðslista sem var samþykktur einróma á félagsfundi. Segir að áhersla hafi verið lögð á að efstu fjögur sætin kæmu frá öllum byggðakjörnum eins og gert var fyrir kosningarnar 2020. „Þau fjögur sem skipuðu efstu sætin þá skipa þau áfram en þó með þeim breytingum að Kristjana Sigurðardóttir færist í fjórða sæti en Eyþór og Ásdís færast í annað og þriðja sæti. Dýrmæt reynsla sveitarstjórnarfulltrúa, sem orðið hefur til frá því að undirbúningur að sameiningu hófst, mun nýtast áfram en það er gott veganesti inn í þau fjölbreyttu og stóru verkefni sem eru framundan. Mikil áhersla verður lögð áfram á sterkar heimastjórnir, aðgengi að staðbundnu háskólanámi og að þær samgöngubætur sem liggja fyrir standist tímaáætlun. Auk þess er brýnt að vinna að umbótum í húsnæðismálum og gera þjónustu sveitarfélagsins í skipulags- og framkvæmdamálum skilvirkari. Austurlistinn er óháð framboð sem vinnur eftir gildum félagshyggjufólks um menntamál, sterka innviði, greiðar samgöngur og virkt samtal við íbúa. Áhersla verður á að nýta sóknarfærin vel í atvinnu- og menntamálum sem og aðkomu ríkisins að mikilvægri innviðauppbyggingu. Tækifæri blasa við í samstarfi Múlaþings við UHI (University of the Highlands and Islands), uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og samgöngubótum sem eru handan við hornið,“ segir í tilkynningunni. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Seyðisfirði. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltúi, Borgarfirði. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varasveitarstjórnarfulltúi, Djúpavogi. Kristjana Ditta Sigurðardóttir, ritari og sveitarstjórnarfulltrúi, Fljótsdalshéraði. Jóhann Hjalti Þorsteinsson, umsjónarm. heimavist og skrifstofum., Fljótsdalshéraði. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, Seyðisfirði. Tinna Jóhanna Magnusson, miðaldafræðingur og kennari, Borgarfirði. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði Sóley Rún Jónsdóttir, nemi, Seyðisfirði Skúli Heiðar Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði. Rúnar Ingi Hjartarson, leiðsögumaður, Fljótsdalshéraði. Lindsey Lee, augntæknir og verkefnastjóri, Borgarfirði. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur, Seyðisfirði. Ásdís Heiðdal, leiðbeinandi grunnskóla, Djúpavogi. Jakobína Isold Smáradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði. Hafliði Sævarsson, bóndi, Djúpavogi. Aðalsteinn Ásmundsson, smiður, Fljótsdalshéraði. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari, Fljótsdalshérað Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að uppstillingarnefnd Austurlistans hafi í gær lagt fram tillögu að framboðslista sem var samþykktur einróma á félagsfundi. Segir að áhersla hafi verið lögð á að efstu fjögur sætin kæmu frá öllum byggðakjörnum eins og gert var fyrir kosningarnar 2020. „Þau fjögur sem skipuðu efstu sætin þá skipa þau áfram en þó með þeim breytingum að Kristjana Sigurðardóttir færist í fjórða sæti en Eyþór og Ásdís færast í annað og þriðja sæti. Dýrmæt reynsla sveitarstjórnarfulltrúa, sem orðið hefur til frá því að undirbúningur að sameiningu hófst, mun nýtast áfram en það er gott veganesti inn í þau fjölbreyttu og stóru verkefni sem eru framundan. Mikil áhersla verður lögð áfram á sterkar heimastjórnir, aðgengi að staðbundnu háskólanámi og að þær samgöngubætur sem liggja fyrir standist tímaáætlun. Auk þess er brýnt að vinna að umbótum í húsnæðismálum og gera þjónustu sveitarfélagsins í skipulags- og framkvæmdamálum skilvirkari. Austurlistinn er óháð framboð sem vinnur eftir gildum félagshyggjufólks um menntamál, sterka innviði, greiðar samgöngur og virkt samtal við íbúa. Áhersla verður á að nýta sóknarfærin vel í atvinnu- og menntamálum sem og aðkomu ríkisins að mikilvægri innviðauppbyggingu. Tækifæri blasa við í samstarfi Múlaþings við UHI (University of the Highlands and Islands), uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og samgöngubótum sem eru handan við hornið,“ segir í tilkynningunni. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Seyðisfirði. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltúi, Borgarfirði. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varasveitarstjórnarfulltúi, Djúpavogi. Kristjana Ditta Sigurðardóttir, ritari og sveitarstjórnarfulltrúi, Fljótsdalshéraði. Jóhann Hjalti Þorsteinsson, umsjónarm. heimavist og skrifstofum., Fljótsdalshéraði. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, Seyðisfirði. Tinna Jóhanna Magnusson, miðaldafræðingur og kennari, Borgarfirði. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði Sóley Rún Jónsdóttir, nemi, Seyðisfirði Skúli Heiðar Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði. Rúnar Ingi Hjartarson, leiðsögumaður, Fljótsdalshéraði. Lindsey Lee, augntæknir og verkefnastjóri, Borgarfirði. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði. Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur, Seyðisfirði. Ásdís Heiðdal, leiðbeinandi grunnskóla, Djúpavogi. Jakobína Isold Smáradóttir, háskólanemi, Fljótsdalshéraði. Hafliði Sævarsson, bóndi, Djúpavogi. Aðalsteinn Ásmundsson, smiður, Fljótsdalshéraði. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari, Fljótsdalshérað
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira