Unga fólkið aftur heim í Múlaþing Guðný Lára Guðrúnardóttir skrifar 7. mars 2022 09:01 Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nú horfum við á þá staðreynd að ungt fólk er ekki endilega að koma aftur heim eftir að námi þeirra líkur. Fólk flyst suður til höfuðborgarinnar til að ná sér í menntun sem passar þeirra áhugasviði en kemur ekki endilega heim með þá menntun. Hver er ástæðan? Maður gerir sér í hugarlund hvað stendur í vegi fyrir því að unga fólkið okkar komi aftur heim, mögulega erum við að horfa á of lítið framboð atvunnutækifæra eða fjölbreytni í atvinnulífinu. Við vitum nú að það er alltaf eitt stórt verkefni að námi loknu að afla sér reynslu í atvinnulífinu í tengslum við það nám sem varð fyrir valinu. Eru það kannski óstöðugir innviðir eða ekki nægilegt framboð í þjónustu á svæðinu. Ég tel að allt þetta haldist fast í hendur, innviðir og atvinnumálin. Það er Múlaþingi til hagsbóta að finna lausn á málinu og að laða unga fólkið aftur heim. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun sem þannig gætu ýtt undir fleiri tækifæri í atvinnulífinu. Ein lausn hefur verið það samstarf sem verið er að setja á laggirnar við háskóla í Skotlandi sem ber nafnið University of Highlands and Islands, það mun bæta við námsúrval á háskólastigi á svæðinu, en það verður að halda rétt á spilunum og passa að menntunin nýtist atvinnulífinu , þannig að samstarf á milli skólans og sveitarfélagsins skili sér í því að einstaklingar geti nýtt námið á svæðinu að námstíma loknum. Rannsóknir sýna að einn af lykilþáttum í vexti og viðgangi landssvæða í nútímasamfélögum er samstarf háskóla og atvinnulífs. Með auknu samstarfi háskólans og sveitarfélagsins getum við náð að auka hagvöxt á svæðinu og nýta sóknarfærin. Í Múlaþingi er gott að búa, það er stutt í útivistar paradísar úr öllum áttum og menningin og umhverfið er ákveðin sérstaða hjá okkur. Margt gott er hægt að segja um ágæti þess að búa hér og eflaust eru fleiri sem myndu kjósa að búa hér ef tækifærin væru fleiri. Foreldrar, afar, ömmur og ættingjar vilja allir sjá fólkið sitt nær sér. Að það sé eitthvað sem standi í vegi fyrir því að fólk kjósi að koma aftur heim og setjast hér niður er þróun sem við viljum snúa við. Ég brenn fyrir þessu málefni, því ég sem móðir vil að börnin mín fái sömu tækifæri og annarstaðar þar sem framboð er meira, hvað varðar menntaveg, atvinnutækifæri og fleira. Við þurfum að eyða þessari óvissu með metnaðarfullri framtíðarsýn og skýrri stefnumótun sveitarfélagsins í heild. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og sækist eftir 3. sæti listans.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar