Þú getur hjálpað úkraínskum konum Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun