Fyrrverandi leikmaður Arsenal genginn í úkraínska herinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 13:01 Oleg Luzhny fagnar tvennunni sem Arsenal vann vorið 2002. getty/Stuart MacFarlane Ekkert vantar upp á ættjarðarástina hjá úkraínsku íþróttafólki sem hefur gengið til liðs við herinn þar í landi til að reyna að halda aftur af Rússum sem réðust inn í Úkraínu fyrir tólf dögum. Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0. Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0.
Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira