Guardian hefur eftir Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, að möguleg ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan um að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi myndi hafa hörmuleg áhrif á heimsmarkaðinn.
Verðið á tunnunni gæti farið yfir 300 dollara en það fór hæst í tæpa 150 dollara árið 2008.
Novak vísaði meðal annars til ákvörðunar Þjóðverja að stöðva, að minnsta kosti tímabundið, vottun Nord Stream 2 gasleiðslunnar sem átti að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands og sagði að Rússar gætu gripið til þess úrræðis að slökkva á Nord Stream 1.
Sú leiðsla sér Evrópuríkjunum fyrir stórum hluta þess gass sem þau nota.