Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 17:30 Kyrie í leiknum gegn Celtics. Adam Glanzman/Getty Images Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik