Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2022 21:41 Stefanía Birgisdóttir, kaupmaður í Bjarnabúð í Bolungarvík. Arnar Halldórsson Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík. Reynsla smærri byggða af jarðgöngum hefur verið sú að með þeim hefur ýmis þjónusta eins og verslun flust til stærri byggða. Bjarnabúð lifir hins vegar góðu lífi en hún var heimsótt í fréttum Stöðvar 2. „Það bara reddaði versluninni. Af því að Bolvíkingar notuðu alltaf Óshlíðina, fóru alltaf, alveg sama hvernig veðrið var, fóru inn eftir á Ísafjörð, eða bara hvert sem þeir þurftu. En það kom enginn til okkar,“ segir kaupmaðurinn Stefanía Birgisdóttir. Viðskiptavinum býðst að tylla sér á stól við afgreiðsluborðið.Arnar Halldórsson „Svo koma göngin og þá bara breyttist allt hérna í Bolungarvík. Þá fór fólk að koma hingað til Bolungarvíkur. Koma í verslunina, koma í þjónustufyrirtæki, sundlaugina, nota félagsheimilið. Það breyttist allt.“ -Og hvað er það sem Ísfirðingar fá hér sem þeir geta ekki fengið á Ísafirði? „Það er bara svo margt. Öðruvísi vöruval, öðruvísi vöruúrval. Svo finnst bara fólki gott að koma til mín og versla við mig,“ svarar Stefanía. Vöruúrvalið finnst okkur furðumikið, búðin minnir á gamla kaupfélagið. Þetta er matvörubúð, sjoppa, ritfangaverslun.. „..fatnaður, gjafavara, leikföng, garn. Bara nefndu það.“ Verzlun Bjarna Eiríkssonar hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1919.Arnar Halldórsson Hún heitir Verzlun Bjarna Eiríkssonar og á sér yfir eitthundrað ára sögu. Á efri hæðinni er vísir að verslunarsafni. „Þetta er öðruvísi upplifun. Þetta er líka upplifun að koma í búðina mína,“ segir Stefanía Birgisdóttir, kaupmaður í Bjarnabúð. Meira er sagt frá búðinni í þættinum Um land allt, þeim seinni af tveimur um mannlíf í Bolungarvík, en þættina má nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá fréttina: Um land allt Bolungarvík Ísafjarðarbær Verslun Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð „Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur. 7. mars 2022 12:18 Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Reynsla smærri byggða af jarðgöngum hefur verið sú að með þeim hefur ýmis þjónusta eins og verslun flust til stærri byggða. Bjarnabúð lifir hins vegar góðu lífi en hún var heimsótt í fréttum Stöðvar 2. „Það bara reddaði versluninni. Af því að Bolvíkingar notuðu alltaf Óshlíðina, fóru alltaf, alveg sama hvernig veðrið var, fóru inn eftir á Ísafjörð, eða bara hvert sem þeir þurftu. En það kom enginn til okkar,“ segir kaupmaðurinn Stefanía Birgisdóttir. Viðskiptavinum býðst að tylla sér á stól við afgreiðsluborðið.Arnar Halldórsson „Svo koma göngin og þá bara breyttist allt hérna í Bolungarvík. Þá fór fólk að koma hingað til Bolungarvíkur. Koma í verslunina, koma í þjónustufyrirtæki, sundlaugina, nota félagsheimilið. Það breyttist allt.“ -Og hvað er það sem Ísfirðingar fá hér sem þeir geta ekki fengið á Ísafirði? „Það er bara svo margt. Öðruvísi vöruval, öðruvísi vöruúrval. Svo finnst bara fólki gott að koma til mín og versla við mig,“ svarar Stefanía. Vöruúrvalið finnst okkur furðumikið, búðin minnir á gamla kaupfélagið. Þetta er matvörubúð, sjoppa, ritfangaverslun.. „..fatnaður, gjafavara, leikföng, garn. Bara nefndu það.“ Verzlun Bjarna Eiríkssonar hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1919.Arnar Halldórsson Hún heitir Verzlun Bjarna Eiríkssonar og á sér yfir eitthundrað ára sögu. Á efri hæðinni er vísir að verslunarsafni. „Þetta er öðruvísi upplifun. Þetta er líka upplifun að koma í búðina mína,“ segir Stefanía Birgisdóttir, kaupmaður í Bjarnabúð. Meira er sagt frá búðinni í þættinum Um land allt, þeim seinni af tveimur um mannlíf í Bolungarvík, en þættina má nálgast á Stöð 2+. Hér má sjá fréttina:
Um land allt Bolungarvík Ísafjarðarbær Verslun Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð „Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur. 7. mars 2022 12:18 Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð „Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur. 7. mars 2022 12:18
Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15
Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22