Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. mars 2022 21:46 Pétur Már er ekki af baki dottinn. Vísir/Hulda Margrét Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira