Þorkell dregur framboðið til baka í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 08:00 Þorkell Sigurlaugsson sækist nú einnig eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti. Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum. Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum.
Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira