Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 11:45 Hinn belgíski Theo Hayez hvarf sporlaust í Byron Bay síðasta dag maímánaðar 2019. Lögregla í Ástralíu Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“ Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“
Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira