Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 11:45 Hinn belgíski Theo Hayez hvarf sporlaust í Byron Bay síðasta dag maímánaðar 2019. Lögregla í Ástralíu Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“ Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“
Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira