Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 9. mars 2022 23:00 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira