„Eins og maður sé orðinn tíu kílóum léttari“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 08:01 Jón Daði Böðvarsson er farinn að fá að spila fótbolta á nýjan leik, skorar mörk og nýtur lífsins í Bolton. Getty/David Horton „Frá fyrsta degi hefur þetta verið frábært,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur upplifað algjöran viðsnúning í sínu fótboltalífi í vetur eftir komuna í fótboltabæinn Bolton þar sem Íslendingar eru í miklum metum. Jón Daði gekk í gegnum martröð fótboltamannsins fyrri hluta vetrar þar sem hann var hreinlega hafður í frystikistunni hjá enska B-deildarliðinu Millwall. Hann varð að komast á nýjan og betri stað og það gekk eftir þegar Bolton keypti hann um miðjan janúar. Núna syngja krakkarnir í Bolton söngva um þennan 29 ára Selfyssing (sjá neðar), fólkið í stúkunni tekur víkingaklappið og bæjarbúar vilja taka af sér myndir með Jóni Daða og spjalla við hann um fótboltann. „Það er eins og maður sé orðinn tíu kílóum léttari á vellinum, bæði líkamlega og andlega, og maður hefur fundið það mjög vel síðustu vikur. Mér líður mjög vel hérna,“ segir Jón Daði við Vísi. Hann skoraði sitt þriðja mark í 12 leikjum í ensku C-deildinni þegar hann var hetja Bolton gegn Morecambe í gærkvöld. „Ég var ekki neitt inni í myndinni hjá þjálfara Millwall og var bara tilkynnt það, á þriðja tímabili mínu hjá liðinu, að ég væri bara ekki partur af þeirri leiktíð. Það sem þeir gera er að þeir reyna að þrýsta manni í burtu, sem er eðlilegur en ekki skemmtilegur gangur fótboltans,“ segir Jón Daði sem fór því á stúfana og varð strax mjög spenntur þegar Bolton kom inn í myndina: Vildi svo mikið spila og komast frá Millwall sem fyrst „Þetta er stór klúbbur sem maður man alveg eftir frá því að maður var krakki og fylgdist mikið með honum; öllum þessum gæjum sem voru þarna og þar á meðal Íslendingunum. Eðlilega var maður því spenntur og þrátt fyrir að þeir væru í deild neðar en Championship-deildin þá vildi ég svo mikið fá að spila, og komast í burtu frá Millwall sem fyrst. Ef ég hefði ekki gert það hefði þetta orðið heilt ár án keppnisfótbolta, sem er alls ekki gott. Mér fannst líka áhugavert að þeir vissu nákvæmlega hvernig leikmaður ég væri, þjálfarinn heyrði í mér og seldi mér þetta mjög vel, og frá fyrsta degi hefur þetta verið frábært.“ Á samfélagsmiðlum hefur mátt sjá krakka í Bolton syngja söngva um Jón Daða, eins og sjá má hér að neðan. @jondadi @OfficialBWFC #bwfc Started something now @SamSantley pic.twitter.com/KrUkm6p2ub— Andy Bingham (@AndyBingham7) February 19, 2022 „Það er ótrúlega gaman að þessu. Maður finnur líka hvað þetta er ótrúlega þéttur og mikill fótboltabær. Þetta er stór klúbbur í samfélaginu hérna og ef maður labbar út í búð kemur fólk alveg upp að manni og segir kannski: „Vel gert um daginn,“ og fer bara að spjalla um fótbolta eða vill taka mynd. Það er virkilega gaman og mikil hlýja frá fólki, og mér líður mjög vel hérna,“ segir Jón Daði. Íslenski fáninn og víkingaklapp á leikjum Hann bætist í hóp Íslendinga sem hafa gert það afar gott í Bolton, eins og Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Grétar Rafn Steinsson og Arnar Gunnlaugsson. Íslendingar eru því sérstaklega vel liðnir í Bolton: „Maður tekur alveg vel eftir því. Stuðningsmenn eru með íslenska fánann á leikjum og eru að taka víkingaklappið á leikjum og slíkt. Þeir tóku manni mjög opnum örmum frá fyrsta degi og það hjálpar manni mikið að koma sér fyrir og líða vel inni á vellinum. Um leið fann maður líka fyrir hollri pressu. Ég vissi að ég þyrfti að standa mig eins vel og ég gæti og hingað til hefur það gengið vel,“ segir Jón Daði. Jón Daði hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Bolton og skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld eftir að hafa komið til félagsins um miðjan janúar.Getty/David Horton Bolton er á uppleið og stefnir aftur til fornfrægra tíma en liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2012 og rambaði svo á barmi gjaldþrots fyrir fáeinum árum. Allt í einu farinn að sjá markið talsvert meira en hornfánann Eftir komu Jóns Daða hefur liðið rakað inn stigum og er nú í 11. sæti af 24 liðum ensku C-deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir. „Ég er mjög hrifinn af þessu liði. Félagið lenti í fjárhagslegu veseni fyrir nokkrum árum síðan og náði rétt svo að bjarga sér með nýjum eiganda. Liðið komst upp úr 2. deildinni [D-deild] í fyrra og markmiðið er strax að komast upp í Championship-deildina. Klúbburinn er þannig bæði mjög metnaðarfullur en um leið auðmjúkur eftir allt sem gekk á,“ segir Jón Daði sem fær að njóta sín mun betur en hjá Millwall síðustu ár: „Fótboltinn sem liðið spilar er svo mjög góður, þjálfarinn vill að liðið haldi boltanum og maður er að fá mikið fleiri færi en áður fyrr. Þetta er mikið áferðarfallegri fótbolti en ég spilaði hjá Millwall til dæmis og manni líður loksins eins og maður geti tjáð sig inni á vellinum, spilað með ákveðnu sjálfstrausti og farið í leiki með jákvæða tilfinningu um að hlutirnir séu að fara að smella Maður er mikið meira í boltanum og týnist ekki í leikjum, eins og það var oft á tíðum í Millwall. Við erum rosalega sóknarþenkjandi lið og sem sóknarmaður vill maður vera í þannig fótbolta. Maður er allt í einu farinn að sjá markið talsvert meira en hornfánann,“ segir Jón Daði og á við að nú sé honum ætlað að skapa mörk í stað þess að halda boltanum úti við hornfána til að láta leiktímann renna út. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Jón Daði gekk í gegnum martröð fótboltamannsins fyrri hluta vetrar þar sem hann var hreinlega hafður í frystikistunni hjá enska B-deildarliðinu Millwall. Hann varð að komast á nýjan og betri stað og það gekk eftir þegar Bolton keypti hann um miðjan janúar. Núna syngja krakkarnir í Bolton söngva um þennan 29 ára Selfyssing (sjá neðar), fólkið í stúkunni tekur víkingaklappið og bæjarbúar vilja taka af sér myndir með Jóni Daða og spjalla við hann um fótboltann. „Það er eins og maður sé orðinn tíu kílóum léttari á vellinum, bæði líkamlega og andlega, og maður hefur fundið það mjög vel síðustu vikur. Mér líður mjög vel hérna,“ segir Jón Daði við Vísi. Hann skoraði sitt þriðja mark í 12 leikjum í ensku C-deildinni þegar hann var hetja Bolton gegn Morecambe í gærkvöld. „Ég var ekki neitt inni í myndinni hjá þjálfara Millwall og var bara tilkynnt það, á þriðja tímabili mínu hjá liðinu, að ég væri bara ekki partur af þeirri leiktíð. Það sem þeir gera er að þeir reyna að þrýsta manni í burtu, sem er eðlilegur en ekki skemmtilegur gangur fótboltans,“ segir Jón Daði sem fór því á stúfana og varð strax mjög spenntur þegar Bolton kom inn í myndina: Vildi svo mikið spila og komast frá Millwall sem fyrst „Þetta er stór klúbbur sem maður man alveg eftir frá því að maður var krakki og fylgdist mikið með honum; öllum þessum gæjum sem voru þarna og þar á meðal Íslendingunum. Eðlilega var maður því spenntur og þrátt fyrir að þeir væru í deild neðar en Championship-deildin þá vildi ég svo mikið fá að spila, og komast í burtu frá Millwall sem fyrst. Ef ég hefði ekki gert það hefði þetta orðið heilt ár án keppnisfótbolta, sem er alls ekki gott. Mér fannst líka áhugavert að þeir vissu nákvæmlega hvernig leikmaður ég væri, þjálfarinn heyrði í mér og seldi mér þetta mjög vel, og frá fyrsta degi hefur þetta verið frábært.“ Á samfélagsmiðlum hefur mátt sjá krakka í Bolton syngja söngva um Jón Daða, eins og sjá má hér að neðan. @jondadi @OfficialBWFC #bwfc Started something now @SamSantley pic.twitter.com/KrUkm6p2ub— Andy Bingham (@AndyBingham7) February 19, 2022 „Það er ótrúlega gaman að þessu. Maður finnur líka hvað þetta er ótrúlega þéttur og mikill fótboltabær. Þetta er stór klúbbur í samfélaginu hérna og ef maður labbar út í búð kemur fólk alveg upp að manni og segir kannski: „Vel gert um daginn,“ og fer bara að spjalla um fótbolta eða vill taka mynd. Það er virkilega gaman og mikil hlýja frá fólki, og mér líður mjög vel hérna,“ segir Jón Daði. Íslenski fáninn og víkingaklapp á leikjum Hann bætist í hóp Íslendinga sem hafa gert það afar gott í Bolton, eins og Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Grétar Rafn Steinsson og Arnar Gunnlaugsson. Íslendingar eru því sérstaklega vel liðnir í Bolton: „Maður tekur alveg vel eftir því. Stuðningsmenn eru með íslenska fánann á leikjum og eru að taka víkingaklappið á leikjum og slíkt. Þeir tóku manni mjög opnum örmum frá fyrsta degi og það hjálpar manni mikið að koma sér fyrir og líða vel inni á vellinum. Um leið fann maður líka fyrir hollri pressu. Ég vissi að ég þyrfti að standa mig eins vel og ég gæti og hingað til hefur það gengið vel,“ segir Jón Daði. Jón Daði hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Bolton og skoraði sitt þriðja mark í gærkvöld eftir að hafa komið til félagsins um miðjan janúar.Getty/David Horton Bolton er á uppleið og stefnir aftur til fornfrægra tíma en liðið féll úr úrvalsdeildinni árið 2012 og rambaði svo á barmi gjaldþrots fyrir fáeinum árum. Allt í einu farinn að sjá markið talsvert meira en hornfánann Eftir komu Jóns Daða hefur liðið rakað inn stigum og er nú í 11. sæti af 24 liðum ensku C-deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir. „Ég er mjög hrifinn af þessu liði. Félagið lenti í fjárhagslegu veseni fyrir nokkrum árum síðan og náði rétt svo að bjarga sér með nýjum eiganda. Liðið komst upp úr 2. deildinni [D-deild] í fyrra og markmiðið er strax að komast upp í Championship-deildina. Klúbburinn er þannig bæði mjög metnaðarfullur en um leið auðmjúkur eftir allt sem gekk á,“ segir Jón Daði sem fær að njóta sín mun betur en hjá Millwall síðustu ár: „Fótboltinn sem liðið spilar er svo mjög góður, þjálfarinn vill að liðið haldi boltanum og maður er að fá mikið fleiri færi en áður fyrr. Þetta er mikið áferðarfallegri fótbolti en ég spilaði hjá Millwall til dæmis og manni líður loksins eins og maður geti tjáð sig inni á vellinum, spilað með ákveðnu sjálfstrausti og farið í leiki með jákvæða tilfinningu um að hlutirnir séu að fara að smella Maður er mikið meira í boltanum og týnist ekki í leikjum, eins og það var oft á tíðum í Millwall. Við erum rosalega sóknarþenkjandi lið og sem sóknarmaður vill maður vera í þannig fótbolta. Maður er allt í einu farinn að sjá markið talsvert meira en hornfánann,“ segir Jón Daði og á við að nú sé honum ætlað að skapa mörk í stað þess að halda boltanum úti við hornfána til að láta leiktímann renna út.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira