Marcus Rashford sagður dottinn úr enska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 16:00 Marcus Rashford er í miklum mótvindi þessi misserin. Getty/Matthew Ashton Manchester United-framherjinn Marcus Rashford verður ekki í næsta enska landsliðshóp ef marka má upplýsingar sem hafa lekið í fjölmiðla. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate mun ekki velja Rashford í hópinn sinn fyrir leiki á móti Sviss og Fílabeinsströndinni seinna í þessum mánuði. Rashford var síðast með enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar en missti af síðustu verkefnum vegna aðgerðar á öxl. Marcus Rashford is set to be dropped from the England squad, sources have told ESPN.Full story: https://t.co/t2PpFDU4m3 pic.twitter.com/y8RJXAUGZ0— ESPN UK (@ESPNUK) March 8, 2022 Núna er hann hins vegar leikfær og því í boði fyrir Southgate. Samkvæmt heimildum ESPN þá er Rashford hreinlega dottinn úr enska landsliðinu og um leið er sæti hans í HM-hópnum í hættu. Hinn 24 ára gamli Rashford hefur verið allt annað en sannfærandi með liði Manchester United síðan að hann kom til baka í október eftir meiðslin. Hann skoraði í sínum fyrsta leik 16. október en er nú kominn með 5 mörk í 24 leikjum með United á leiktíðinni. Hann hefur aftur á móti aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur af síðustu ellefu leikjum liðsins. Rashford hefur heldur ekki skorað í sjö leikjum í röð. Southgate hefur verið harður á því að velja ekki menn sem eru að spila illa eða eru að spila lítið. Það breytir engu þótt um stórstjörnu eins og Marcus Rashford er að ræða. Marcus Rashford is considering his future. He's concerned about his lack of game time, source close to Man Utd forward tell me - he's always been professional but he wants clarity. #MUFC His current Manchester United deal runs out in June 2023. pic.twitter.com/nYOvGld4W0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 7, 2022 Rashford er náttúrulega þjóðhetja innan sem utan vallar og fékk orðu fyrir baráttu sína fyrir fríum mat í breskum skólum. Harry Kane, Raheem Sterling, Jack Grealish, Phil Foden og Bukayo Saka eru allir í hópnum og á undan Rashford í goggunarröðinni. Jarrod Bowen hjá West Ham og Dominic Calvert-Lewin hjá Everton gætu líka verið í hópnum og þá er vitað að Southgate er mikill aðdáandi Eberechi Eze hjá Crystal Palace.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira