Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. mars 2022 11:50 Hjónin Linda og Hilmar stofnuðu Frelsið, kristilega miðstöð, í miðbæ Reykjavíkur haustið 1995. Þau hafa verið gagnrýnd harðlega af fyrrverandi safnaðarmeðlimum fyrir vafasama stjórnunarhætti í söfnuðinum. Skjáskot/Timarit.is Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01