Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. mars 2022 11:50 Hjónin Linda og Hilmar stofnuðu Frelsið, kristilega miðstöð, í miðbæ Reykjavíkur haustið 1995. Þau hafa verið gagnrýnd harðlega af fyrrverandi safnaðarmeðlimum fyrir vafasama stjórnunarhætti í söfnuðinum. Skjáskot/Timarit.is Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01