Erlent

Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Óskar var í miðborginni í gær og myndaði meðal annars Sjálfstæðistorgið.
Óskar var í miðborginni í gær og myndaði meðal annars Sjálfstæðistorgið. Vísir/Óskar Hallgrímsson

Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti.

Vísir ræddi við Óskar, sem sagði þetta í fyrsta sinn sem hann yrði var við átökin sem nú standa yfir í Úkraínu. Heimildir hans herma að um sé að ræða ummerki eftir loftvarnarkerfið en forsetahöllinn er í miðborginni.

Þess ber þó að geta að engar fréttir er að finna í erlendum miðlum um loftárás á Kænugarð, að minnsta kosti enn sem komið er.

Óskar náði því á upptöku þegar seinni sprengingin heyrðist. Þá segir hann loftvarnasírenur borgarinnar farnar í gang.

Upptaka af seinni sprengingunni.

Óskar um sprengingarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×