Öflug bráðagreining um land allt: Bráð veikindi á landsbyggðinni Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sérhæfð bráðaþjónusta er staðsett í Reykjavík. Mínúturnar skipta máli í bráðaerindum hvort sem þau séu í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Við bráð veikindi á landsbyggðinni getur einstaklingurinn átt fyrir hendi langa ferð áður en hann kemst að hjá lækni. Mikilvægt er þá að öflugur tækjakostur sé í vinnuumhverfi lækna sem greini hvort um sé að ræða bráðaerindi sem þurfi að fara strax suður eður ei. Í tilfellum veikinda með einkenni heilablæðingar má ekki gefa lyf nema sneiðmynd liggi fyrir. Ef sú greining liggur fyrir og sýnir blóðtappa þá er fyrst leyfilegt að gefa lyf til að koma blóðflæðinu aftur af stað. Líf og heilsa fólks liggur með því að sem fæstar mínútur séu frá einkennum þar til sneiðmynd liggur fyrir og gefin séu lyf til að leysa blóðtappann. Þegar þetta tæki vantar þá er fólk sent suður með tilheyrandi ferðatíma sem hefur gríðarleg áhrif á lífslíkur fólks því ekki eru gefin lyf við blóðtappanum án greiningar og tíminn líður. Ferðatíminn fram að sérhæfðri bráðaþjónustu Á Austurlandi er lengsta flugleið að sérhæfðri bráðaþjónustu, um 400km frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Við verðum að gera allt til að stytta ferðatíma fólks og tryggja rétta greiningu með viðeigandi tækjakosti í heimabyggð. Það gerum við með öflugum samgöngum á landsbyggðinni, öflugu sjúkraflugi, nauðsynlegum greiningartækjum og tryggja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni byggt á lögum um almannahagsmuni. Þingsályktunartillaga um aukinn tækjakost á Egilsstöðum Verulega vantar greiningarkost á Egilsstöðum til að fullbráðagreina heilsufar. Við verðum að styrkja vinnuumhverfi lækna, að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi tækjakosti en ekki á tilfinningu hvort sé um bráðaerindi að ræða eða ekki. Það á ekki að taka sénsa með líf og heilsu fólks vegna óvissu um heilsufarsástand. Það liggur ljóst fyrir að úr þessu verður að bæta og vegna þess þá hef ég sett fram fyrstu þingsályktunartillögu mína um að fjármunir komi í nauðsynlegan tækjakost til bráðagreiningar á bráðamóttökunni á Egilsstöðum. Áhersla á tækni og tækjakost Í dag felst mikil hagkvæmni í að nýta tækni og tækjakost því það leiðir til sparnaðar. Þar má nefna fjarheilbrigðisþjónustu með öflugum tækjakosti sem bætir aðgang landsbyggðarinnar að öflugri heilbrigðisþjónustu. Sá tækjakostur leiðir til sparnaðar því þá þarf fólk minna að sækja suður í heilbrigðisþjónustu og öflugur tækjakostur til bráðagreiningar fækkar sjúkraflugum vegna vissu um heilsufarsástand og tryggir rétt og hröð viðbrögð í bráðafasa. Pössum að verða ekki samdauna lélegum aðstæðum tengt heilbrigðisþjónustu víða á landsbyggðinni. Látum í okkur heyra og förum fram á bætt vinnuumhverfi lækna með nauðsynlegum tækjakosti sem mun bæði leiða til sparnaðar fyrir ríkið og standa vörð um líf og heilsu fólks. Höfundur er formaður byggðaráðs Múlaþings, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram 12. mars næstkomandi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun