„Ég var ánægður með seinni hálfleikinn. Mér fannst við spila eins og þetta væri æfingaleikur í fyrri hálfleik. Ég talaði um það fyrir leik að allir leikir eru risastórir þegar lítið er eftir af deildarkeppninni,“ sagði Halldór í samtali við Vísi eftir leik.
Það er mikil spennan um deildarmeistaratitilinn og voru önnur úrslit afar hagstæð fyrir Fjölni.
„Við skoðuðum úrslitin rétt fyrir hálfleik og laumuðum því að leikmönnum að Valur hafi tapað gegn Breiðabliki. Við sem betur fer kláruðum okkar leik sem var mjög stórt skref fyrir okkur.“
„Við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik. Ég hefði engar áhyggjur af sóknarleiknum við skoruðum 48 stig í fyrri hálfleik en vörnin var léleg í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór að lokum sem var ánægður með sitt lið í seinni hálfleik.