Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2022 23:43 Endurance er tiltölulega heillegt, miðað við að það sökk fyrir hundrað árum. AP/Falklands Maritime Heritage Trust/National Georgraphic Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916. Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916.
Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira