Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. mars 2022 23:44 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu gegn Rússum. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49