Hvurslags Green var þessi karfa? Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2022 07:32 Javonte Green stelur boltanum af Jerami Grant í sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons í nótt. AP/Carlos Osorio Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Hið fornfræga lið Chicago hefur átt góðu gengi að fagna í vetur en hafði hins vegar tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Detroit á útivelli í nótt. Chicago vann 114-108 sigur og þar hjálpaði til hálfgerð sirkuskarfa frá Javonte Green í hraðaupphlaupi, en eftir að tveir varnarmenn höfðu náð að slá í boltann fór hann einhvern veginn af fingurgómum Greens ofan í körfuna líkt og hann sogaðist þangað: HOW? pic.twitter.com/EvzJP9XnFh— SportsCenter (@SportsCenter) March 10, 2022 Chicago er þar með með 40 sigra en 26 töp í 4. sæti austurdeildarinnar og heldur áfram baráttu sinni um heimavallarrétt þegar úrslitakeppnin hefst. Phoenix ekki í vandræðum með hitt toppliðið Phoenix Suns varð hins vegar langfyrsta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með 111-90 sigri á Miami Heat, þar sem Devin Booker skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Miami er á toppi austurdeildarinnar en keppnin um deildarmeistaratitilinn þar er mun jafnari en í vestrinu þar sem Phoenix hefur haft yfirburði. Giannis Antetokounmpo skoraði 43 stig og tók 12 fráköst í 124-115 sigri Milwaukee Bucks á Atlanta Hawks. Meistarar Milwaukee hafa þar með unnið sex leiki í röð og Antetokounmpo skoraði 82 stig á einum sólarhring því hann var með 39 stig í sigri á Oklahoma City Thunder í fyrrinótt. Giannis has scored 82 points in his last 2 games.Last night: 39 PTS | 7 REB | 7 AST 68% FGMTonight: 43 PTS | 12 REB | 5 AST | 68% FGMM-V-P pic.twitter.com/gIXOu1ko6t— Milwaukee Bucks (@Bucks) March 10, 2022 Jayson Tatum hélt sömuleiðis uppteknum hætti og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í 115-101 sigri á Charlotte Hornets. Boston hefur þar með unnið fjóra leiki í röð og 15 af síðustu 17 leikjum sínum en liðið er í 5. sæti austurdeildarinnar. Lakers töpuðu í framlengingu Mesta spennan í gær var hins vegar í Texas þar sem Houston Rockets mörðu sigur á Los Angeles Lakers, 139-130, eftir framlengdan leik. Rockets went on a 13-0 run vs. the Lakers in OT pic.twitter.com/dP40cDuq5c— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Houston er á botni vesturdeildarinnar en öll lið virðast geta unnið LeBron James og félaga þessa dagana. Nýliðinn Jalen Green átti sinn besta dag í vetur og skoraði 32 stig, þar af tíu í framlengingunni. James var með þrefalda tvennu og Russell Westbrook skoraði 30 stig en engu að síður fagnaði Houston sínum öðrum sigri í síðustu 15 leikjum. Úrslitin í nótt: Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 101-115 Boston Detroit 108-114 Chicago Miami 90-111 Phoenix Milwaukee 124-115 Atlanta Houston 139-130 LA Lakers Minnesota 132-102 Oklahoma New Orleans 102-108 Orlando Dallas 77-107 New York San Antonio 104-119 Toronto Utah 123-85 Portland Sacramento 100-106 Denver LA Clippers 115-109 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum