Lokaður inni í átta fermetra gámi í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2022 10:31 Sturla fékk veiruna á versta mögulega tíma. Eftir þrotlausa vinnu, undirbúning og æfingar mátti skíðakappinn Sturla Snær Snorrason sætta sig við að verja meirihluta tíma síns á Ólympíuleikunum lokaður inni í átta fermetra gluggalausum gámi eftir að hafa greinst með covid smit á versta mögulega tíma. Aðstæður á kórónuveirusjúkrahúsinu hafa verið harðlega gagnrýndar og jafnvel líkt við fangabúðir, en Sturla var þar í viku. Hann missti af annarri keppnisgrein sinni vegna veikindanna og rétt náði að keppa í hinni, en var svo óheppinn að rífa þar vöðva og detta úr keppni. „Ég fæ veiruna á mögulega versta tíma sem hægt var að fá hana. Daginn eftir setningarathöfnina vakna ég svona hálfslappur og hélt ég væri bara illa sofinn. Svo fer ég á æfingu og þá finn ég að það er eitthvað annað meira að en bara lítill svefn. Ég tek þá annað covid próf og fer síðan og legg mig. Síðan þegar ég vakna koma tveir Kínverjar í skemmtilegum covidbúningum og segja við mig að ég sé með veiruna,“ segir Sturla sem var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var með einkenni. Í raun leið honum eins og að hann væri að deyja í sjúkrabílnum þar sem umstangið var svo mikið í kringum hann og sjúkrabíllinn á fleygiferð, en Sturla með smá beinverki og hausverk. Sjúkrahúsið var í raun heilt þorp af gámum. Þar var hann í viku. „Þegar ég fór að hressast byrjaði ég að reyna að gera æfingar inni í gámnum. Það gekk ekki, því ég var alveg búinn á því. Netflix og allt svona afþreyingarefni er bannað í Kína svo ég gat ekki horft á það. Svo ég hugsaði, áður en ég verð geðveikur á því að gera ekkert verð ég að finna mér eitthvað að gera. Svo ég byrjaði að smíða mér heimasíðu sem ég kann ekkert og hef aldrei gert. Ég þurfti þar að fikta mig áfram sem var mikil þolinmæðisvinna,“ segir Sturla. Beint í sóttkví Sturla bjó til vefsíðuna Vegamál.is en það er fyrirtæki sem hann rekur með föður sínum. „Eftir að ég losna af spítalanum er mér hent í viku sóttkví og fæ samt að fara á æfingar við mjög sérstakar aðstæður. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég gæti ekki keppt í stórsviginu og ákveð því að stefna á svigið sem er mín grein,“ segir Sturla. En örfáum dögum síðar var Sturla mættur í brekkurnar til að keppa í svigi. Það vildi ekki betur til en svo að Sturla féll úr keppni eftir að hafa misst af beygju í brautinni. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni í fréttum af atvikinu að hann missti af beygjunni eftir að hafa meiðst. Sturla, sem hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og æfir stærstan hluta ársins með liði á Ítalíu, hann var bjartsýnn á að meiðslin væru minniháttar en nú er komið í ljós að þau eru alvarlegri en talið var í fyrstu. „Það er búið að taka þá ákvörðun að ég fer á meiðslalistann og tímabilið er búið hjá mér. Þetta tímabil fór alveg í vaskinn hjá mér.“ Sigrún Ósk ræddi við Sturlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Aðstæður á kórónuveirusjúkrahúsinu hafa verið harðlega gagnrýndar og jafnvel líkt við fangabúðir, en Sturla var þar í viku. Hann missti af annarri keppnisgrein sinni vegna veikindanna og rétt náði að keppa í hinni, en var svo óheppinn að rífa þar vöðva og detta úr keppni. „Ég fæ veiruna á mögulega versta tíma sem hægt var að fá hana. Daginn eftir setningarathöfnina vakna ég svona hálfslappur og hélt ég væri bara illa sofinn. Svo fer ég á æfingu og þá finn ég að það er eitthvað annað meira að en bara lítill svefn. Ég tek þá annað covid próf og fer síðan og legg mig. Síðan þegar ég vakna koma tveir Kínverjar í skemmtilegum covidbúningum og segja við mig að ég sé með veiruna,“ segir Sturla sem var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var með einkenni. Í raun leið honum eins og að hann væri að deyja í sjúkrabílnum þar sem umstangið var svo mikið í kringum hann og sjúkrabíllinn á fleygiferð, en Sturla með smá beinverki og hausverk. Sjúkrahúsið var í raun heilt þorp af gámum. Þar var hann í viku. „Þegar ég fór að hressast byrjaði ég að reyna að gera æfingar inni í gámnum. Það gekk ekki, því ég var alveg búinn á því. Netflix og allt svona afþreyingarefni er bannað í Kína svo ég gat ekki horft á það. Svo ég hugsaði, áður en ég verð geðveikur á því að gera ekkert verð ég að finna mér eitthvað að gera. Svo ég byrjaði að smíða mér heimasíðu sem ég kann ekkert og hef aldrei gert. Ég þurfti þar að fikta mig áfram sem var mikil þolinmæðisvinna,“ segir Sturla. Beint í sóttkví Sturla bjó til vefsíðuna Vegamál.is en það er fyrirtæki sem hann rekur með föður sínum. „Eftir að ég losna af spítalanum er mér hent í viku sóttkví og fæ samt að fara á æfingar við mjög sérstakar aðstæður. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég gæti ekki keppt í stórsviginu og ákveð því að stefna á svigið sem er mín grein,“ segir Sturla. En örfáum dögum síðar var Sturla mættur í brekkurnar til að keppa í svigi. Það vildi ekki betur til en svo að Sturla féll úr keppni eftir að hafa misst af beygju í brautinni. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni í fréttum af atvikinu að hann missti af beygjunni eftir að hafa meiðst. Sturla, sem hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og æfir stærstan hluta ársins með liði á Ítalíu, hann var bjartsýnn á að meiðslin væru minniháttar en nú er komið í ljós að þau eru alvarlegri en talið var í fyrstu. „Það er búið að taka þá ákvörðun að ég fer á meiðslalistann og tímabilið er búið hjá mér. Þetta tímabil fór alveg í vaskinn hjá mér.“ Sigrún Ósk ræddi við Sturlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira