Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 10. mars 2022 10:36 Fundurinn skilaði litlum árangri. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent