Ljóst að skerðingar standa lengur yfir eftir eitt erfiðasta vatnsár sögunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 11:12 Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stöðuna erfiða um þessar mundir. Vísir Landsvirkjun segir stöðuna í vatnsbúskap nú vera með þyngsta móti eftir eitt erfiðasta vatnsár í sögu Landsvirkjunar, meðal annars vegna veðurs í vetur. Ljóst að skerðingar muni standa út aprílmánuð en Landsvirkjun hefur leitað eftir endurkaupum á raforku hjá stórnotendum. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum. Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun leggja sig fram við aðð mæta viðskiptavinum af sanngirni og vonar hann að milt vor hjálpi til við að koma fyrirtækinu úr þeirri stöðu sem það er nú í. „Staðan er erfið og við gerum okkur vel grein fyrir að skerðingar og endurkaup koma illa við viðskiptavinina,“ segir Hörður og bætir við að allar takmarkanir á afhendingu raforku séu í samræmi við samninga. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið hefur yfirstandandi vatnsár verið eitt hið erfiðasta í sögu Landsvirkjunar þar sem staða miðlunarlóna er enn lægri en spáð var í lok janúar. Þurrkar síðasta sumar og haust gerðu það til að mynda að verkum að Þórisvatn, mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði þeirra, fylltist ekki. Yfirborð vatnsins lækkar nú um einn metra á viku. Innrensli í Tungnaá mælist nú minna en árið 2014 þegar síðast þurfti að grípa til skerðinga. Þá báru lægðir síðustu mánaða ekki mikið regn svo enginn vetrarbloti kom inn á hálendið auk þess sem skerða þurfti raforkuflutninga milli landshluta vegna óveðurs í febrúar. Álag á raforkukerfinu hefur sömuleiðis aukist samhliða versnandi vatnsbúskapi. Landsvirkjun hefur vegna þessa gripið til skerðinga og nema þær um þremur prósentum af árlegri orkuvinnslu fyrirtækisins. Þá hefur verið gripið til ýmissa annarra ráða til að bregðast við stöðunni, þar á meðal með endurkaupum á raforku af stórnotendum.
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. 15. júlí 2021 22:22