Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 14:01 Myndataka mannsins átti sér stað í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í lok desember 2019. Seltjarnarnes.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi. Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi.
Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira