Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2022 19:21 Lík látinna liggja á víð og dreif á götum úti í Mariupol. Þeim er komið fyrir í fjöldagröf þegar færi gefst á milli sprengjuárása. AP/Evgeniy Maloletka Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. Fyrirfram var ekki búist við miklum árangri á fundi Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í Antalya í Tyrklandi í dag. Eina áþreifanlega niðurstaðan var að ráðherrarnir væru reiðubúnir til að ræða áfram um friðhelgar leiðir til að koma óbreyttum borgurum burt frá átakasvæðum. Íbúum nokkurra bæja og borga hefur tekist að komast til Kænugarðs eða lengra til vesturs. Nú hafa um eða yfir 2,2 milljónir flúið landið, aðallega konur og börn.AP/Vadim Ghirda Einhverjum þúsundum hefur tekist að komast frá einstaka borgum eins og Irpin í nágrenni Kænugarðs og Sumy í norðaustri undanfarinn sólarhringinn. Borgarstjórinn í Mariupol segir að tveir fullorðnir og eitt barn hafi látist í sprengjuárás á fæðingar- og barnaspítala borgarinnar í gær. Þar búa rúmlega 430 þúsund manns. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Evrópumenn gætu ekki horft fram hjá þjóðarmorði Rússa á Úkraínumönnum eftir sprengjuárásina á spítalann í Mariupol í gær.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Evrópumenn verða að sameinast gegn stríðsglæpum Rússa. „Loftárás á fæðingar- og barnaspítala er fullkomin sönnun á því þjóðarmorði sem á sér stað á Úkraínumönnum. Evrópumenn þið munuð ekki geta sagt að þið hafið ekki vitað hvað gerðist í Mariupol. Þið sáuð og þið vitið,“ sagði Zelenskyy í sjónvarpsávarpi í dag. Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að konur og börn hafi ekki verið á spítalanum í Mariupol í langan tíma. Sergey Lavrov segir Rússa ekki ráðast á óbreytta borgara. Hersveitir öfga hærimanna hafi komið sér fyrir á fæðingar- og barnaspítalanum sem Rússar skutu flugskeytum á í gær.AP „Hersveit stríðsmanna öfga hægri hópsins Azov hefur ásamt öðrum róttæklingum komið sér upp bækistöð á spítalanum. Eins og víða annars staðar um Úkraínu þar sem þeir beita óbreyttum borgurum sem mannlegum skjöldum, breyta heilu hvefunum í mannlega skyldi. Þar koma þeir fyrir árásarvopnum sem þeir nota til árása á rússneska hermenn og hersveitir alþýðulýðveldanna í Donetsk og Luhansk,“ sagði Lavrov eftir fund sinn með utanríkisráðherra Úkraínu í dag. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir greinilegt að Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi ekki haft umboð til að semja um vopnahlé við hann á fundi þeirra í Tyrklandi í dag.AP Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segist árangurslaust hafa reynt að fá Lavrov til að samþykkja 24 stunda vopnahlé til að hægt væri að koma óbreyttum borgurum til hjálpar. Lavrov virtist hins vegar ekki hafa umboð til þess frá Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Þeir stefna að uppgjöf Úkraínu. Þeim mun ekki verða að þeirri ósk sinni. Úkraína er sterk og þjóðin er að berjast. Úkraínumenn sáu til þess að upprunalegar áætlanir Rússa runnu út í sandinn,” sagði Kuleba á fundi með fréttamönnum eftir fundinn í Tyrklandi. Helvíti á jörðu Freista átti þess enn eina ferðina í dag að koma fólki frá Mariupol sem Rússar hafa umkringt og ráðist á í rúma viku. Um 45 prósent íbúanna er af rússnesku bergi brotinn en ein aðalástæðan sem Putin gaf fyrir innrásinni í Úkraínu var að verja þyrfti Rússa í landinu fyrir árásum Úkraínumanna. Milli sprenginga safnast fólk við brunna því borgin er án rennandi vatns og húshitunar. Íbúar Mariupol safnast saman við vatnsbrunna í borginni á milli sprengjuárása til að ná sér í neysluvatn.AP/Evgeniy Maloletka Tetiana Nikolenko íbúi í Maríupol gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún greindi frá aðstæðunum í borginni. „Það er 10 til 12 stiga hiti inni í íbúðum okkar. Við höfum engan aðgang að gasi, við erum að krókna úr kulda. Við eigum engan mat. Menn fara um rupplandi og rænandi. Tré eru höggvin niður til eldiviðar. Lík eru grafin í görðum við fjölbýlishús. Þetta er skelfilegt. Við getum ekki lifað svona,” sagði Nikolenko. Rússar hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og flugskeytaárásum á Mariupol frá því fljótlega eftir að innrás þeirra hófst fyrir hálfum mánuði.AP/Evgeniy Maloletka Líkhús borgarinnar eru yfirfull og lík liggja á víð og dreif á götum úti. Vegna stöðugra sprengjuárása fara engar formlegar útfarir fram og hafa borgarbúar neyðst til að grafa hin látnu í fjöldagröfum. Volodymyr Bykovskyi starfsmaður hjá Félagsþjónustunni í borginni var algerlega bugaður þar sem hann ásamt hópi manna var að koma líkum fólks sem mörgum hafði verið pakkað í plast fyrir í fjöldagröf í borginni í dag. Kona fyrir utan fæðingar- og barnaspítalann í Mariupol sem varð fyrir sprengjuárás í gær.AP/Evgeniy Maloletka „Það eina sem ég óska mér er að þessu linni. Ég hef ekki hugmynd um hver er sekur, hver hefur rétt fyrir sér, hver kom þessu öllu af stað. Fari þeir allir til helvítis, sem hófu þennan hildarleik. Hvernig líður mér? Ég verð að lifa," sagði Bykovskyi og hélt svo áfram að ná í fleiri lík. Það er ömurlegt hlutskipti þeirra sem enn lifa í Mariupol að þurfa að koma föllnum samborgurum sínum fyrir í fjöldagröfum.AP/Evgeniy Maloletka Tetiana Bondar sem eins og hundruð þúsunda annarra er innikróuð í Mariupol sagði nafn sitt í myndavélina eins og til að segja umheiminum að hún væri til. Hún tók fram að níu börn hennar væru enn öll á lífi. Með grástafinn í kverkunum hvatti hún umheiminn til að biðja fyrir Mariupol. „Biðjið fyrir Mariupol, það er varpað sprengjum á okkur úr öllum áttum. Biðjið fyrir mæðrunum og börnunum, vinsamlega gerið það. Það er mjög erfitt hérna. Við höfum ekki aðgang að vatni, engan mat, ekkert rafmagn. Það er svo skelfilegt að upplifa þetta,“ sagði Tetiana Bondar algerlega niðurbrotin þar sem hún stóð álengdar við hóp karlmanna sem voru að koma fjölda látinna í sameiginlega gröf. Við vörum við myndskeiðum í fréttinni hér að neðan. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10. mars 2022 14:43 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Fyrirfram var ekki búist við miklum árangri á fundi Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í Antalya í Tyrklandi í dag. Eina áþreifanlega niðurstaðan var að ráðherrarnir væru reiðubúnir til að ræða áfram um friðhelgar leiðir til að koma óbreyttum borgurum burt frá átakasvæðum. Íbúum nokkurra bæja og borga hefur tekist að komast til Kænugarðs eða lengra til vesturs. Nú hafa um eða yfir 2,2 milljónir flúið landið, aðallega konur og börn.AP/Vadim Ghirda Einhverjum þúsundum hefur tekist að komast frá einstaka borgum eins og Irpin í nágrenni Kænugarðs og Sumy í norðaustri undanfarinn sólarhringinn. Borgarstjórinn í Mariupol segir að tveir fullorðnir og eitt barn hafi látist í sprengjuárás á fæðingar- og barnaspítala borgarinnar í gær. Þar búa rúmlega 430 þúsund manns. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Evrópumenn gætu ekki horft fram hjá þjóðarmorði Rússa á Úkraínumönnum eftir sprengjuárásina á spítalann í Mariupol í gær.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Evrópumenn verða að sameinast gegn stríðsglæpum Rússa. „Loftárás á fæðingar- og barnaspítala er fullkomin sönnun á því þjóðarmorði sem á sér stað á Úkraínumönnum. Evrópumenn þið munuð ekki geta sagt að þið hafið ekki vitað hvað gerðist í Mariupol. Þið sáuð og þið vitið,“ sagði Zelenskyy í sjónvarpsávarpi í dag. Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að konur og börn hafi ekki verið á spítalanum í Mariupol í langan tíma. Sergey Lavrov segir Rússa ekki ráðast á óbreytta borgara. Hersveitir öfga hærimanna hafi komið sér fyrir á fæðingar- og barnaspítalanum sem Rússar skutu flugskeytum á í gær.AP „Hersveit stríðsmanna öfga hægri hópsins Azov hefur ásamt öðrum róttæklingum komið sér upp bækistöð á spítalanum. Eins og víða annars staðar um Úkraínu þar sem þeir beita óbreyttum borgurum sem mannlegum skjöldum, breyta heilu hvefunum í mannlega skyldi. Þar koma þeir fyrir árásarvopnum sem þeir nota til árása á rússneska hermenn og hersveitir alþýðulýðveldanna í Donetsk og Luhansk,“ sagði Lavrov eftir fund sinn með utanríkisráðherra Úkraínu í dag. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir greinilegt að Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hafi ekki haft umboð til að semja um vopnahlé við hann á fundi þeirra í Tyrklandi í dag.AP Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segist árangurslaust hafa reynt að fá Lavrov til að samþykkja 24 stunda vopnahlé til að hægt væri að koma óbreyttum borgurum til hjálpar. Lavrov virtist hins vegar ekki hafa umboð til þess frá Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Þeir stefna að uppgjöf Úkraínu. Þeim mun ekki verða að þeirri ósk sinni. Úkraína er sterk og þjóðin er að berjast. Úkraínumenn sáu til þess að upprunalegar áætlanir Rússa runnu út í sandinn,” sagði Kuleba á fundi með fréttamönnum eftir fundinn í Tyrklandi. Helvíti á jörðu Freista átti þess enn eina ferðina í dag að koma fólki frá Mariupol sem Rússar hafa umkringt og ráðist á í rúma viku. Um 45 prósent íbúanna er af rússnesku bergi brotinn en ein aðalástæðan sem Putin gaf fyrir innrásinni í Úkraínu var að verja þyrfti Rússa í landinu fyrir árásum Úkraínumanna. Milli sprenginga safnast fólk við brunna því borgin er án rennandi vatns og húshitunar. Íbúar Mariupol safnast saman við vatnsbrunna í borginni á milli sprengjuárása til að ná sér í neysluvatn.AP/Evgeniy Maloletka Tetiana Nikolenko íbúi í Maríupol gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún greindi frá aðstæðunum í borginni. „Það er 10 til 12 stiga hiti inni í íbúðum okkar. Við höfum engan aðgang að gasi, við erum að krókna úr kulda. Við eigum engan mat. Menn fara um rupplandi og rænandi. Tré eru höggvin niður til eldiviðar. Lík eru grafin í görðum við fjölbýlishús. Þetta er skelfilegt. Við getum ekki lifað svona,” sagði Nikolenko. Rússar hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og flugskeytaárásum á Mariupol frá því fljótlega eftir að innrás þeirra hófst fyrir hálfum mánuði.AP/Evgeniy Maloletka Líkhús borgarinnar eru yfirfull og lík liggja á víð og dreif á götum úti. Vegna stöðugra sprengjuárása fara engar formlegar útfarir fram og hafa borgarbúar neyðst til að grafa hin látnu í fjöldagröfum. Volodymyr Bykovskyi starfsmaður hjá Félagsþjónustunni í borginni var algerlega bugaður þar sem hann ásamt hópi manna var að koma líkum fólks sem mörgum hafði verið pakkað í plast fyrir í fjöldagröf í borginni í dag. Kona fyrir utan fæðingar- og barnaspítalann í Mariupol sem varð fyrir sprengjuárás í gær.AP/Evgeniy Maloletka „Það eina sem ég óska mér er að þessu linni. Ég hef ekki hugmynd um hver er sekur, hver hefur rétt fyrir sér, hver kom þessu öllu af stað. Fari þeir allir til helvítis, sem hófu þennan hildarleik. Hvernig líður mér? Ég verð að lifa," sagði Bykovskyi og hélt svo áfram að ná í fleiri lík. Það er ömurlegt hlutskipti þeirra sem enn lifa í Mariupol að þurfa að koma föllnum samborgurum sínum fyrir í fjöldagröfum.AP/Evgeniy Maloletka Tetiana Bondar sem eins og hundruð þúsunda annarra er innikróuð í Mariupol sagði nafn sitt í myndavélina eins og til að segja umheiminum að hún væri til. Hún tók fram að níu börn hennar væru enn öll á lífi. Með grástafinn í kverkunum hvatti hún umheiminn til að biðja fyrir Mariupol. „Biðjið fyrir Mariupol, það er varpað sprengjum á okkur úr öllum áttum. Biðjið fyrir mæðrunum og börnunum, vinsamlega gerið það. Það er mjög erfitt hérna. Við höfum ekki aðgang að vatni, engan mat, ekkert rafmagn. Það er svo skelfilegt að upplifa þetta,“ sagði Tetiana Bondar algerlega niðurbrotin þar sem hún stóð álengdar við hóp karlmanna sem voru að koma fjölda látinna í sameiginlega gröf. Við vörum við myndskeiðum í fréttinni hér að neðan.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10. mars 2022 14:43 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48
Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. 10. mars 2022 14:43