Kjalnesingar vilja slíta sig frá Reykjavík á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 21:35 Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir borgina hafa vanrækt Kjalarnesið frá því að sveitarfélögin sameinuðust árið 1998. vísir/bjarni Kjalnesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykjavíkurborg og annaðhvort endurheimta sjálfstæði sitt eða sameinast sveitarfélagi sem er staðsett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira