Innlent

Halldóra Fríða oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Framboðshópurinn á kynningarfundi í dag.
Framboðshópurinn á kynningarfundi í dag. Framsóknarflokkurinn

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslistinn var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi í dag.

Fram kemur í tilkynningu að listinn sé skipaður fjölbreyttum og kröftugum hópi fólks sem brenni fyrir að vinna fyrir samfélagið í Reykjanesbæ. Haft er eftir Halldóru í tilkynningunni að framundan séu spennandi og stór verkefni sem felist meðal annars í því að festa Reykjanesbæ í sessi sem framsæknasta sveitarfélag landsins. 

Framboðslistann má sjá í heild sinni hér að neðan: 

  1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður
  2. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia
  3. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
  4. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
  5. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
  6. Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
  7. Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur.
  8. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali
  9. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
  10. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
  11. Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari
  12. Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi
  13. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
  14. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
  15. Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
  16. Halldór Ármannsson, trillukall
  17. Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni
  18. Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi
  19. Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja
  20. Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari
  21. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
  22. Jóhann Friðrik Friðriksson, Alþingismaður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×