Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 07:30 James Harden og Kevin Durant voru liðsfélagar þar til í febrúar að Harden skipti yfir til Philadelphia. Durant var frábær í gærkvöld en Harden náði sér engan veginn á strik. AP/Matt Slocum Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti. NBA Körfubolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti.
NBA Körfubolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum