Tökum til borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 11. mars 2022 11:00 Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar