Segir Liverpool hafa gert það sem það geti fyrir Salah Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 13:32 Liverpool FC v FC Internazionale: Round Of Sixteen Leg Two - UEFA Champions League LIVERPOOL, ENGLAND - MARCH 08: Mohamed Salah of Liverpool in action during the UEFA Champions League Round Of Sixteen Leg Two match between Liverpool FC and FC Internazionale at Anfield on March 08, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images) Ákvörðunin um það hvort að Mohamed Salah framlengi samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool liggur í höndum Egyptans sem nú ætti að vita hvað Liverpool hefur að bjóða. Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki. Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni: „Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“ "It's Mo's decision."Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022 Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki. Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni: „Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“ "It's Mo's decision."Jurgen Klopp says the decision on a new contract for Mo Salah lies with the player but adds there is no rush with the situation. pic.twitter.com/Ajhw1PNKsy— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022 Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira