Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Atli Ísleifsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. mars 2022 14:50 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“, aðspurður um erfiða stöðu á spítulum landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00