Kópavogsbær ætlar ekki að innleiða barnasáttmála SÞ Lúðvík Júlíusson skrifar 11. mars 2022 16:30 Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Kópavogur Lúðvík Júlíusson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Kópavogs segir nei Nýlega útskýrði Velferðarsvið Kópavogsbæjar frá því að það hefði ekki í hyggju að veita öllum börnum í Kópavogi samræmda og heildstæða þjónustu(1). Velferðarsvið væri á þeirri skoðun, ásamt lögfræðisviði bæjarins, að börn einstæðra foreldra ættu ekki rétt á þessum stuðningi. Þess í stað ættu einstæðir foreldrar sjálfir að bera meiri ábyrgð og bera þyngri byrðar en aðrir foreldrar. Þetta er stefna bæjarins þrátt fyrir að greiddir séu skattar í bæjarsjóð sem standa eiga undir þessari þjónustu. Þarna er Sjálfstæðisfólk ekki samkvæmt sjálfu sér. Ef foreldrar eiga að bera byrðar þá væri eðlilegt að skattar væru lækkaðir á móti. Þetta er ekkert nema tvöföld skattheimta á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Forystufólk segir nei Ég hef sent fyrirspurnir á formann Velferðarráðs Kópavogsbæjar, Karen E. Halldórsdóttur, en hún svarar ekki. Ég hef óskað eftir fundi með félagsmálastóra Velferðarsviðs Kópavogs, Sigrúnu Þórarinsdóttur, en hún hefur ekki svarað. Ég óskaði eftir fundi með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, sem útskýrði fyrir mér að hann, sem bæjarstjóri, gæti ekki skipt sér af stefnu sveitarfélagsins í velferðarmálum. Samt tók hann við viðurkenningu frá UNICEF og þakkað sjálfum sér fyrir innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Það er spes. Það væri lítið mál fyrir allt þetta fólk að segja við mig að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur því öll börn í Kópavogi nytu sömu réttinda. Allir starfsmenn Kópavogsbæjar sem hafa tjáð sig um þessi mál reyna stöðugt að réttlæta það að börn sem tilheyra viðkvæmum hópum eigi ekki að fá sömu þjónustu og eigi ekki að njóta sömu réttinda og önnur börn. Ég sendi meira að segja Sjálfstæðisflokknum og formanni hans almenna fyrirspurn um stefnu flokksins í barnamálum í apríl í fyrra og núna 11 mánuðum síðar þá hef ég ekki fengið svar. Það segir ákveðna sögu um stefnu flokksins í þessum málaflokki. Hún er engin. Verklagsreglur og viðmið segja nei Í Kópavogi eru engar verklagsreglur varðandi þjónustu við börn með fötlun, engar verklagsreglur varðandi teymisfundi, engin viðmið um þjónustu og engar verklagsreglur varðandi samskipti við foreldra. Starfsmenn eiga að finna eitthvað upp í hvert skipti sem nýtt barn þarf á þjónustu að halda. Sé barn með mikla fötlun þá er það ekki trygging fyrir því að barn fái heildstæða og samfellda þjónustu. Þetta eru svörin sem ég fæ frá Kópavogsbæ og fólk skammast sín ekkert fyrir þau. Velferðarsvið Kópavogsbæjar er einnig á þeirri skoðun að einstaklingur sem á barn með fötlun(andlega og/eða líkamlega), sem er nýkominn til Íslands, sem talar ekki íslensku, þekkir ekki íslensk lög, er fráskilinn og ekki menntaður félagsráðgjafi eigi að sinna samskiptum og veita hinu foreldrinu réttar og viðeigandi upplýsingar sem varða réttindi barnsins. Kópavogsbær vill setja þetta foreldri í stöðu málastjóra. Það sjá allir hvers konar vitleysa þetta er. Það er ótrúlegt að Kópavogsbær sé á þeirri skoðun að barnið eigi ekki rétt á því að hafa báða foreldra vel upplýsta, að báðir foreldrar séu virkir þátttakendur í lífi barnsins og að báðir foreldar séu því til stuðnings. Það er ljóst að Kópavogsbær er langt frá því að vera búinn að innleiða Barnasáttmála SÞ. Hugsið ykkur að á 21. öldinni þá virðist Kópavogsbær hafa sömu sýn á hlutverk kynjanna og verstu karlrembur fyrri alda. Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að leiða sveitarfélagið á nýjar og betri brautir. Orðum fylgja ekki efndir. Félagsmálaráðuneytið segir nei Ég sendi Félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn og svarið sem ég fékk var að börn einstæðra foreldra myndu ekki fá sömu réttindi og önnur börn. Lögin um samþættingu þjónustu hefðu engin áhrif á réttindaleysi þessara barna. Ég vona að Sjálfstæðisfólk og Framsóknarfólk lesi þessa grein. Ég vona að það hafi samband við mig og leiðrétti mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég skrifa þá aðra grein, biðst afsökunar og leiðrétti allt saman. Ég held samt að miðað við áhugaleysi þessara aðila á málefnum barna og fólks í viðkvæmri stöðu að þá sé ekkert að fara að gerast. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1)https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3144
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun