Ferskir vindar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. mars 2022 08:30 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar