Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir á slaginu 12.
Hádegisfréttir á slaginu 12.

Rússar eru sagðir sækja í sig veðrið í nágrenni Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Íslendingur í Kænugarði óttast þó ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Við fjöllum um nýjustu vendingar í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá verður rætt við innviðaráðherra sem líst vel á að Kjalnesingar fái að kjósa um það í komandi  sveitarstjórnarkosningum hvort þeir slíti sig frá Reykjavíkurborg. Hann myndi þó helst kjósa að þeir yrðu um kyrrt í Reykjavík. 

Við fjöllum einnig um smástirni sem sprakk með látum norðan af Íslandi seint í gærkvöldi og greinum ítarlega frá rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi Spánarkonungs. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×