Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 15:05 Ragnar Þór vandar Drífu Snædal ekki kveðjurnar. Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðorður í garð Drífu Snædal, forseta ASÍ, í pistli sem hann ritaði á Vísi í vikunni en hann hafði áður lýst eitruðum kúltúr, baktjaldamakki og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir ýmis vandamál til staðar innan ASÍ, sem hafa verið til staðar í lengri tíma, og að þörf sé á breytingum. „Þetta gengur alla vega ekki upp eins og þetta er í dag og með fullri virðingu fyrir Drífu, að þá hefur henni bara mistekist að sætta sjónarmið innan Alþýðusambandsins og tekið mjög virka stöðu með þeim hópi sem hefur unnið hvað mest gegn okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur ákveðinn hópur á móti VR, Eflingu og öðrum verkalýðshreyfingum sem hafa staðið með þeim úti á landi. „Það sem ég er að setja fram er; hef ég áhuga á að vinna á vettvangi og með fólki sem að veit ekkert betra en að bregða fyrir mér fæti? Ég hef ekki áhuga á að starfa á slíkum vettvangi,“ segir Ragnar. Hann segir grunnvandamál ASÍ vera það að róttæk baráttumál komist ekki á dagskrá og veltir því fyrir sér hvort hægt sé að bæta stöðuna. „Ég held að við ættum frekar að spyrja okkur hvort við eigum við að breyta þessu fyrirkomulagi, er Alþýðusambandið barn síns tíma, hvað getum við gert, er hægt að laga þetta? Ég er ekki með svarið við þessu,“ segir Ragnar. Ragnar gerir ráð fyrir að mótframboð berist til forseta á næsta þingi ASÍ en segir það ekki endilega nóg að skipta bara út forseta. „Það þarf einhvern veginn að endurhugsa Alþýðusambandið og sjá hvort það getur gagnast okkur í þeirri baráttu sem fram undan er eða ekki. Ef það gagnast okkur ekki þá þurfum við að endurhugsa okkar aðkomu að því,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek. 10. febrúar 2022 16:31